Real Madrid staðfesti í dag að félagið hefði komist að samkomulagi við Lyon um kaup á franska landsliðsbakverðinum Ferland Mendy.

Mendy er fjórði dýrasti bakvörður sögunnar á eftir löndum sínum Lucas Hernandez og Benjamin Mendy og Kyle Walker.

Aðeins tvö ár eru liðin síðan Lyon greiddi Le Havre fimm milljónir evra fyrir Mendy sem lék 79 leiki fyrir Lyon áður en hann skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid.

Óvíst er hvað þetta þýðir fyrir Marcelo sem hefur verið vinstri bakvörður Real Madrid undanfarin tólf ár.