Zinedine Zidane sagði að hann myndi elska það að vinna með landa sínum Kylian Mbappé, einum besta leikmanni heims, þegar hann var spurður út í möguleikann á því að fá Mbappé til Real Madrid.

Zidane tók við Real Madrid á ný fyrr í vikunni og var fljótur að byrja að styrkja liðið fyrir næsta tímabil. Nokkrum dögum síðar var búið að kaupa brasilíska miðvörðinn Éder Militão.

Madrídingar eru orðaðir við liðsfélagana Neymar og Mbappé hjá PSG þessa dagana og gaf forseti félagsins til kynna að hann myndi kjósa það að semja við þá báða.

Spænskir fjölmiðlar ræddu möguleikann á því að bæta við Mbappé við Zidane á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Real undir hans stjórn. 

„Ég hef alltaf áhuga á að vinna með góðum leikmönnum og ég myndi elska það að vinna með Mbappé en ég hef ekkert rætt það við forseta félagsins um að kaupa Mbappé.“