Zinedine Zidane er búinn að ganga frá kaupunum á fyrsta leikmanninum og er búinn að óska eftir því að Real Madrid gangi frá kaupunum á franska landsliðsmanninum Nabil Fekir.

Staðfest var fyrr í vikunni að Zidane myndi taka við liðinu af Santiago Solari eftir tíu mánaða fjarveru og var Real ekki lengi að ganga frá fyrstu kaupunum.

Í dag var það staðfest að Éder Militão myndi ganga til liðs við Real Madrid í sumar fyrir fimmtíu milljónir evra aðeins ári eftir að Porto keypti hann frá Sao Paolo.

Breskir fjölmiðlar fullyrða að Fekir, fyrirliði Lyon, sé næstur á lista hjá Zidane til að bæta sóknarleik liðsins sem hefur ekki staðið undir væntingum eftir að hafa selt Cristiano Ronaldo síðasta sumar.

Fekir var búinn að semja við Liverpool síðasta sumar en enska félagið hætti við kaupin á síðustu stundu og var talað um að læknateymi félagsins hefði ákveðið að koma í veg fyrir kaupin