Wilfried Zaha virðist vera á förum frá Crystal Palace eftir að hann lýsti yfir áhuga á að komast til félags sem léki í Meistaradeild Evrópu.

Hinn 26 ára Zaha fór ungur að árum til Manchester United en sneri aftur til Crystal Palace eftir misheppnaða dvöl.

Hjá Palace hefur hann blómstrað og verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar undanfarin ár.

Zaha hefur verið orðaður við stærstu lið ensku úrvalsdeildarinnar ásamt liðum á borð við Dortmund.

Hann skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar en virðist nú vera reiðubúinn að yfirgefa Palace á ný.

„Ég er metnaðargjarn. Markmið mitt er ekki bara að spila með bestu liðum heims heldur að vinna titla. Ég hef náð ýmsu á ferlinum en hef enn nóg fram að færa. Ég verð til dæmis að spila í Meistaradeild Evrópu.“