Zaha, líkt og aðrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar, hafa í upphafi leikja farið niður á hnén til stuðnings Black Lives Matter hreyfingarinnar.

Í byrjun þessa tímabils ákvað enska úrvalsdeildin að skipta Black Lives Matter skilaboðunum út fyrir skilaboðin No Room for Racism (e. Ekkert pláss fyrir rasisma).

„Að mínu mati er það niðrandi að krjúpa á hné. Þegar ég ólst upp hvöttu foreldrar mínir mig til að vera stoltur af því að vera svartur, óháð aðstæðum, og að mínu mati ættum við bara að standa, stoltir,“ segir Zaha og segist vera hættur að krjúpa á hné.

Hann bætir við að hans mati sé herferðin farin að missa marks og nefnir sem dæmi að leikmenn muni ekki alltaf eftir því að krjúpa en stutt viðtal við Zaha má sjá hér fyrir neðan.