Það jafngildir rúmum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Solskjær er undir mikilli pressu hjá Manchester United um þessar mundir. Úrslitin hafa ekki verið góð upp á síðkastið og fimm marka tap gegn erkifjendunum frá Liverpool gerðu stöðuna bara enn verri en hún var.

Solskjær virðist fá meiri tíma til þess að reyna snúa gengi liðsins við. Framundan er erfitt leikjaprógram og mistakist honum að skila góðum úrslitum er næsta víst að hann yfirgefi Old Trafford á næstunni.

Norðmaðurinn er með samning hjá Manchester United til ársins 2024. Yrði honum sagt upp herma heimildir Sun Sport að Manchester United þyrfti að greiða honum full árslaun og starfslokagreiðslu.

Manchester United situr í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með fjórtán stig eftir níu umferðir, átta stigum á eftir toppliði Chelsea.