Snjóbrettakonan Ylfa Rún­ars­dótt­ir, er orðin hluti af Evr­ópuliði Burton en hún hefur samið við vorumerkið. Þetta kemur fram á twitter-síðu Burton.

Ylfa er búsett í Svíþjóð en þar stundaði hún nám á afreksbraut í vetraríþróttum og hún býr og æfir þar í landi enn þann daginn í dag.

„Það er mjög spennandi að taka þátt í því verkefni með Burton að gera konum á snjóbrettum hátt undir höfði. Ég hlakka mjög mikið til þess að fá tækifæri til þess að tjá mig á snjóbrettinu og aðstoða aðrar konur á snjóbrettum að komast fram á sjónarsviðið.

Burton er stórt merki sem skipar stóran sess í snjóbrettasögunni og það er mikill heiður að vera kominn í þeirra hóp," sagði Ylfa í samtali við Methood-tímaritið þegar hún samdi við Burton í febrúar síðastliðnum.