Didi­er Lallement, yfir­maður lög­reglunnar í París hefur viður­kennt að utan­um­hald em­bættisins á úr­slita­leik Meistara­deildar Evrópu í síðasta mánuði hafi ekki verið nógu gott og í raun mis­heppnast. Hann segir jafn­framt að tölur sem gefnar voru út um að í kringum 30-40 þúsund ein­staklingar hefðu mætt miða­lausir til Parísar ættu ekki við vísinda­leg rök að styðjast.

Úr­slita­leikur Meistara­deildar Evrópu þann 28. maí síðast­liðinn milli Real Madrid og Liver­pool var seinkað um 36 mínútur sökum þess hversu margir stuðnings­menn Liver­pool voru ekki komnir inn á leik­vanginn þegar flauta átti upp­haf­lega til leiks. Mynd­bönd af að­stæðunum fyrir utan leik­vanginn vörpuðu ljósi á að­gerðir lög­reglu sem beitti pipar­úða til þess að hafa hemil á mann­skapnum.

Niður­staðan var sú að margir stuðnings­menn Liver­pool sem áttu miða á völlinn höfðu ekki náð að koma sér í sín sæti. UEFA kenndi stuðnings­mönnum Liver­pool upp­haf­lega um hvernig fór.

Didier Lallement
Fréttablaðið/GettyImages

Didi­er segist taka fulla á­byrgð á þeirri at­burðar­rás sem fór af stað þetta um­rædda kvöld. ,,Þetta eru mis­tök. Í­mynd Frakk­lands hefur beðið skaða, fólk varð fyrir árás. En leikurinn fór fram og það varð enginn fyrir al­var­legum meiðslum, það lést enginn," sagði Didi­er í yfir­heyrslu um málið.

Fyrstu fregnir af málinu kváðu á um að í kringum 30-40 þúsund miða­lausir stuðnings­menn hefðu verið saman­komnir fyrir utan Stade de France þetta kvöld. Didi­er segir þetta ekki rétt.

,,Ég veit að mikið hefur verið talað um þessar tölur sem voru gefnar út. Þær koma frá mér. Ég fram­kvæmdi auð­vitað ekki hausatalningu, þessar tölur eiga ekki við vísinda­leg rök að styðjast heldur eru þær mat okkar út frá upp­lýsingum lög­reglu­þjóna sem og starfs­manna í al­mennings­sam­göngum. Kannski var þetta rangt hjá mér en þetta var sett saman út frá þeim upp­lýsingum sem við höfðum."

Varði notkun tára­gass

Lög­reglan beitti tára­gasi til þess að hafa hemil á mann­fjöldanum sem var saman­kominn fyrir utan Stade de France og Didi­er segir það hafa verið rétt við­brögð.

,,Við notuðum það og ég var sam­þykkur því. Þetta var eina leið okkar til þess að ýta mann­fjöldanum frá án þess að ganga á móti honum. Það hefðu verið stór mis­tök að gera það síðar­nefnda."

Þá gagn­rýnir hann skipu­lag knatt­spyrnu­fé­lagsins Liver­pool. ,,Fé­lagið sendi ekki nausyn­legar upp­lýsingar til lög­reglunnar og sá til þess að stuðnings­menn þess gætu komið til Parísar­borgar, jafn­vel án miða."

For­ráða­menn Liver­pool munu ræða við ó­háðan aðila sem hefur verið fenginn inn af UEFA til þess að stjórna ó­háðri rann­sókn á því hvað fór úr­skeiðis í kringum úr­slita­leik Meistara­deildar Evrópu í París.