Fílbeinsstrendingurinn Yaya Toure er að ganga frá samningi við gríska félagið Olympiakos og mun því snúa aftur til gríska félagsins sem hann lék með fyrir tólf árum síðan.

Er hann án félags eftir að samningur hans hjá Manchester City rann út í vor. Hefur hann einnig leikið fyrir Barcelona, Monaco, Metalurh Donetsk og Beveren í Evrópu.

Var hann um tíma einn allra besti miðjumaður Evrópu en hefur lítið fengið að spila undanfarin ár. Kom honum ekki vel saman við Pep Guardiola og yfirgaf hann Manchester City á slæmum nótum eftir átta ára samband.

Mun hann snúa aftur til Grikklands eftir að hafa gengist undir læknisskoðun hjá félaginu í gær. Er honum ætlað að leiða liðið að titlinum eftir að hafa horft á eftir honum til AEK í fyrra.