Enski boltinn

Yarmolenko búinn að semja við West Ham

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Yarmolenko skrifaði í dag undir fjögurra ára samning hjá West Ham en hann gengur til liðs við enska félagið frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Yarmolenko var ætlað að fylla í skarð Ousmane Dembele hjá Dortmund en hann náði aldrei takti hjá þýska stórveldinu. Fréttablaðið/Getty

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Yarmolenko  skrifaði í dag undir fjögurra ára samning hjá West Ham en hann gengur til liðs við enska félagið frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Hinn 28 ára gamli Yarmolenko entist aðeins eitt ár í Þýskalandi eftir að hafa verið keyptur til að fylla í skarð Ousmane Dembele sem var seldur til Barcelona síðasta sumar.

Lék Yarmolenko í níu ár fyrir Dynamo Kiev í heimalandinu og er ein af stærstu stjörnum heimalandsins en hann á að baki 77 leiki fyrir hönd Úkraínu.

Hefur hann verið orðaður við hin ýmsu félög í ensku úrvalsdeildinni í gegnum tíðina og var um tíma í viðræðum við Everton. Hann fær nú loks að spreyta sig í sterkustu deild heims.

Er hann fimmti leikmaðurinn sem West Ham bætir við í sumar en Hamrarnir eru einnig í viðræðum við Lazio um kaupverðið á Felipe Anderson.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Skattalagabrot Sánchez að koma í bakið á honum

Enski boltinn

Hazard segist vera tilbúinn að prófa eitthvað nýtt

Enski boltinn

Skoruðu 22 mörk í fyrsta leiknum undir stjórn Silva

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Hafnaði liðum í Svíþjóð en ætlar út eftir áramót

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

Auglýsing