Enski boltinn

Yarmolenko búinn að semja við West Ham

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Yarmolenko skrifaði í dag undir fjögurra ára samning hjá West Ham en hann gengur til liðs við enska félagið frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Yarmolenko var ætlað að fylla í skarð Ousmane Dembele hjá Dortmund en hann náði aldrei takti hjá þýska stórveldinu. Fréttablaðið/Getty

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Yarmolenko  skrifaði í dag undir fjögurra ára samning hjá West Ham en hann gengur til liðs við enska félagið frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Hinn 28 ára gamli Yarmolenko entist aðeins eitt ár í Þýskalandi eftir að hafa verið keyptur til að fylla í skarð Ousmane Dembele sem var seldur til Barcelona síðasta sumar.

Lék Yarmolenko í níu ár fyrir Dynamo Kiev í heimalandinu og er ein af stærstu stjörnum heimalandsins en hann á að baki 77 leiki fyrir hönd Úkraínu.

Hefur hann verið orðaður við hin ýmsu félög í ensku úrvalsdeildinni í gegnum tíðina og var um tíma í viðræðum við Everton. Hann fær nú loks að spreyta sig í sterkustu deild heims.

Er hann fimmti leikmaðurinn sem West Ham bætir við í sumar en Hamrarnir eru einnig í viðræðum við Lazio um kaupverðið á Felipe Anderson.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Enski boltinn

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Auglýsing

Nýjast

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Auglýsing