Enski boltinn

Yarmolenko búinn að semja við West Ham

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Yarmolenko skrifaði í dag undir fjögurra ára samning hjá West Ham en hann gengur til liðs við enska félagið frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Yarmolenko var ætlað að fylla í skarð Ousmane Dembele hjá Dortmund en hann náði aldrei takti hjá þýska stórveldinu. Fréttablaðið/Getty

Úkraínski landsliðsmaðurinn Andriy Yarmolenko  skrifaði í dag undir fjögurra ára samning hjá West Ham en hann gengur til liðs við enska félagið frá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Hinn 28 ára gamli Yarmolenko entist aðeins eitt ár í Þýskalandi eftir að hafa verið keyptur til að fylla í skarð Ousmane Dembele sem var seldur til Barcelona síðasta sumar.

Lék Yarmolenko í níu ár fyrir Dynamo Kiev í heimalandinu og er ein af stærstu stjörnum heimalandsins en hann á að baki 77 leiki fyrir hönd Úkraínu.

Hefur hann verið orðaður við hin ýmsu félög í ensku úrvalsdeildinni í gegnum tíðina og var um tíma í viðræðum við Everton. Hann fær nú loks að spreyta sig í sterkustu deild heims.

Er hann fimmti leikmaðurinn sem West Ham bætir við í sumar en Hamrarnir eru einnig í viðræðum við Lazio um kaupverðið á Felipe Anderson.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Enski boltinn

Bráð­fjörugt jafn­tefli í Suður­strandarslagnum

Enski boltinn

Hazard blómstrar í frelsinu undir stjórn Sarri

Auglýsing

Nýjast

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Auglýsing