Granit Xhaka gæti verið á leið til Newcastle United í janúar en hann virðist vera á leið frá Arsenal í upphafi næsta árs. Xhaka er fallinn í ónáð hjá stuðningsmönnum Arsenal, hefur verið sviptur fyrirliðabandinu hjá liðinu og hefur ekki leikið með liðinu í síðustu leikjum liðsins.

Lykillinn að því að von kviknaði hjá forráðamönnum Newcastle United um að fá Xhaka á láni er vinátta hans við samlanda sinn Fabian Schär sem er á mála hjá Skjórunum.

Svisslendingarnir eru perluvinur og hefur Schär sýnt Xhaka vinaþel í erfiðleiknum svissneska landsliðsfyrirliðans hjá Lundúnarliðinu undanfarna daga.

Xhaka ku einnig vera með tilboð frá Ítalíu sem gæti heillað hann meira og þá gæti launakostnaður hans verið of mikill fyrir Newcastle United.