Unai Emery segir að Granit Xhaka hafi óskað eftir því að vera ekki í leikmannahóp Arsenal gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Xhaka hefur ekkert komið við sögu í leikjum Arsenal síðustu tvær vikur eftir að stuðningsmenn Arsenal bauluðu hann af velli í leik Arsenal og Crystal Palace á dögunum.

Miðjumaðurinn var sviptur fyrirliðabandinu á dögunum eftir að hafa sagt stuðningsmönnum Arsenal að fara til helvítis þegar hann gekk hægt af velli.

Xhaka hefur verið að æfa með liðsfélögum sínum undanfarna daga en mun ekki gefa kost á sér í leik Arsenal og Leicester um helgina að sögn Emery.

„Ég ræddi við Xhaka í gær um líðan hans eftir góða æfingu en hann sagðist ekki vera tilbúinn að spila leikinn.“