Granit Xhaka, leikmaður enska knattspyrnufélagisns Arsenal, verður fjarri góðu gamni næstu þrjá mánuðina um það bil venga hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Tottenham Hotspur um síðustu helgi.

Xhaka lenti í árekstri við Lucas Moura, leikmann Tottenham Hotpsur, og þurfti að fara af velli í kjölfarið.

Myndataka leiddi í ljós áverka á liðböndum sem leiða þó ekki til þess að svissneski landsliðsmaðurinn þurfi að undirgangast aðgerð.

Miðvallarleikmðaurinn missti af leikjum síðustu vikurnar vegna kórónaveirusmits og leikbanns vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í tapi Arsenal gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Það er því óhætt að segja að Xhaka hafi verið óheppnin hafi elt hann í upphafi nýhafinnar leiktíðar.