Fótbolti

Wolfsburg mætir vængbrotið til leiks

Það vantar nokkra sterka í leikmannahóp Wolfsburg sem mætir Þór/KA í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna á Þórsvellinum í kvöld.

Leikmenn Wolfsburg á æfingu á Þórsvellinum á Akureyri í gær. Mynd/Facebook-síða Wolfsburg

Það hefur ekki gengið áfallalaust fyrir leikmenn og forráðamenn Wolfsburg að koma sér á áfangastað fyrir leik liðsins gegn Þór/KA í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna sem fram fer á Akureyri síðdegis í dag. 

Bæði vantar öfluga leikmenn í liðið í þennan leik sem er fyrri leikur liðanna í útsláttarkeppninni, auk þess sem flugvél sem ferjaði liðið bilaði á leiðinni. 

Það varð til þess að aflýsa þurfti fyrirhuguðum blaðamannafundi sem þýska liðið ætlaði að hala í Þórsheimilinu í gærkvöldi. 

Þá kemur fram á heimasíðu Wolfsburg að Nilla Fischer, fyrirliði liðsins verði ekki með, þýski landsliðsframherjinn Al­ex­andra Popp og svissneska landsliðskonan Noelle Ma­ritz taka báðar út leik­bann. 

Jana Bur­meister, Anna Bläs­se og Babett Peter glíma síðan allar við meiðsli og verða ekki með að þessu sinni. 

Myndskeið af ferðalagi Söru Bjarkar og félaga hennar til Akureyrar má sjá hér að neðan:

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Fótbolti

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Fótbolti

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Auglýsing