Enski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Ben White, mun undirgangast læknisskoðun hjá Arsenal á morgun medical en Brighton hefur samþykkt 50 milljón punda kauptilboð Skyttanna í varnarmanninn.

Þessi 23 ára gamli miðvörður var í leikmannahópi Gareth Southgate hjá enska landsliðinu í lokakeppni Evrópumótsins í sumar en hann kom ekk við sögu á mótinu.

Whit gekk til liðs við Brighton frá Southampton árið 2014 en hann lék sem lánsmaður hjá Leeds United þegar liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni tímabili 2019 til 2020.

Gangi félagaskiptin eftir verður White þriðju kaup Mikel Arteta í sumar en áður höfðu vinstri bakvörðruinn Nuno Tavares komið frá Benfica og miðvallarleikmaðurinn Albert Sombi Lokonga frá Anderlecht. Þá er talið að markvörðurinn Aaron Ramsdale sem er á mála hjá Sheffield United muni bætast í markvarðasveit Arsenal á næstu dögum.