Houston Rockets og Oklahoma City Thunder hafa skipt á leikmönnum sínum en Russell Westbrook er orðinn leikmaður Houston Rockets og Chris Paul hefur fært sig um set til Oklahoma City Thunder.

Westbrook mun því leika með James Harden á nýjan leik en þeir fóru í úrslit NBA-deildarinar í körfubolta karla þegar þeir léku saman hjá Oklahoma City Thunder.

Auk þess að fá Paul til liðs við sig fær Oklahoma City Thunder einnig tvo valrétti í nýliðaveli svokallaða skiptivalrétti. Valréttirnir sem Oklahoma City fær eru í fyrstu umferð 2024 og 2026.

Oklahoma City Thunder hyggst bygga upp nýtt lið til framtíðar og skiptin eru hluti af því ferli. Þá er talið líklegt að Paul muni finna sér nýtt lið þar sem hann getur barist um meistaratitilinn á næsta keppnistímabili.