Russell Westbrook og James Harden sem verða sameinaðir á ný hjá Houston Rockets í vetur hafa verið að æfa saman í æfingarbúðum UFC.

Westbrook og Harden léku saman á sínum tíma með Oklahoma City Thunder og munu í vetur leika saman hjá Rockets eftir að Westbrook var skipt yfir til Houston í sumar.

Þeim er ætlað að færa liði Houston fyrsta meistaratitil félagsins í 23 ár eftir að hafa báðir verið kosnir bestu leikmenn deildarinnar (e. most valuable player) á síðustu árum.

Instagram-síða UFC Performance Institute sem er aðal æfingarstöð bardagasamtakanna birtu í dag myndir og myndbönd frá æfingu þar sem Westbrook, Harden og Clint Capela á æfingum.

Capela er Íslendingum kunnugur eftir að hann kom með svissneska landsliðinu til Íslands fyrr í sumar.