Körfuboltamaðurinn Rus­sell West­brook hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Hou­st­on Rockets og söðla um til Washington Wizards.

Talið er að slest hafi upp á vinskappinn hjá West­brook og James Har­den samherja hans hjá Hou­st­on Rockets og þetta hafi verið niðurstaðan af þeim ágreiningi.

Grant Wall fer hina leiðina í stað Westbrook en auk þess fær Washington Wizards valrétti Hou­st­on Rockets í nýliðaval­inu næstu árin.

„Á sama tíma og það er erfitt að sjá á eftir Wall sem er einn besti leikmaður í sögu félagsins þá gátum við ekki látið jafn stóran bita á markaðnum og Westbrook er fram hjá okkur fara okkur bauðst hann“ seg­ir Tommy Sheppar, fram­kvæmda­stjóri Washingt­on Wiz­ards um vistaskiptin.