Fótbolti

West Brom enn á lífi eftir sigur á Old Trafford

West Brom vann fyrsta sigur sinn í þrjá mánuði á Old Trafford í dag og blés með því lífi í vonir sínar um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni en á sama tíma innsiglaði sigur þeirra enska meistaratitilinn fyrir Manchester City.

Jay Rodriguez fagnar sigurmarkinu með liðsfélaga sínum. Fréttablaðið/Getty

West Brom vann fyrsta leik sinn í rúma þrjá mánuði í dag er liðið vann óvæntan 1-0 sigur á Manchester United á Old Trafford en með því innsigluðu þeir um leið að Manchester City vinni enska meistaratitilinn.

Hefur West Brom verið í frjálsu falli undanfarna mánuði en félagið rak annan þjálfara sinn á tímabilinu á dögunum og var tólf stigum frá öruggu sæti fyrir daginn.

Manchester United var skiljanlega mun meira með boltann í dag þrátt fyrir að West Brom fengi fínar skyndisóknir inn á milli. Var staðan markalaus allt þar til á 73. mínútu þegar Jay Rodriguez kom West Brom yfir af stuttu færi eftir hornspyrnu.

Reyndist það eina mark leiksins þrátt fyrir þunga sókn heimamanna undir lokin en eftir leikinn er Manchester United með 71 stig, stigi meira en Liverpool en á leik til góða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Fótbolti

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Fótbolti

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing

Nýjast

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Mæta Argentínu en ekki Angóla á æfingarmótinu

Bernando segir markmið City að vinna fernuna

Ragnheiður inn í landsliðið fyrir Mariam

Auglýsing