Fótbolti

Weah yngri skoraði í öðrum leiknum í röð

Sonur George Weah er byrjaður að láta til sín taka í aðalliði Paris Saint-Germain. Frönsku meistararnir unnu öruggan sigur á Caen í kvöld.

Weah fagnar marki sínu gegn Caen. Fréttablaðið/Getty

Timothy Weah skoraði þriðja og síðasta mark Paris Saint-Germain í 3-0 sigri á Caen í 1. umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Weah þessi er 18 ára gamall sonur George Weah, fyrrverandi leikmanns PSG, Monaco, AC Milan og fleiri liða. Hann fékk Gullboltann árið 1995. Weah eldri er forseti Líberíu í dag.

Sonur hans er fæddur í Bandaríkjunum og hefur leikið þrjá leiki fyrir bandaríska landsliðið.

Weah skoraði í 4-0 sigri PSG á Monaco í leiknum um franska Ofurbikarinn um síðustu helgi. Hann fékk aftur tækifæri gegn Caen í kvöld og skoraði þriðja mark PSG á 89. mínútu, sjö mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Neymar kom PSG yfir á 10. mínútu og á þeirri 35. bætti Adrian Rabiot öðru marki við.

Gianluigi Buffon stóð á milli stanganna hjá PSG í fyrsta deildarleik sínum fyrir félagið og hélt hreinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Þjálfari Slóveníu rekinn fyrir að gagnrýna Oblak

Fótbolti

Mbappe vonast til að fara á Ólympíu­leikana árið 2020

Fótbolti

Rubin Kazan bannað frá Evrópukeppnum

Auglýsing

Nýjast

Keflvíkingar niðurlægðu granna sína

Tindastóll og Njarðvík áfram með fullt hús

Öll íslensku liðin komin í úrslit

Fram ræður þjálfara

Frumraun LeBron með Lakers í nótt

Leikstjórnandi ÍR frá næstu vikurnar

Auglýsing