Fótbolti

Weah yngri skoraði í öðrum leiknum í röð

Sonur George Weah er byrjaður að láta til sín taka í aðalliði Paris Saint-Germain. Frönsku meistararnir unnu öruggan sigur á Caen í kvöld.

Weah fagnar marki sínu gegn Caen. Fréttablaðið/Getty

Timothy Weah skoraði þriðja og síðasta mark Paris Saint-Germain í 3-0 sigri á Caen í 1. umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Weah þessi er 18 ára gamall sonur George Weah, fyrrverandi leikmanns PSG, Monaco, AC Milan og fleiri liða. Hann fékk Gullboltann árið 1995. Weah eldri er forseti Líberíu í dag.

Sonur hans er fæddur í Bandaríkjunum og hefur leikið þrjá leiki fyrir bandaríska landsliðið.

Weah skoraði í 4-0 sigri PSG á Monaco í leiknum um franska Ofurbikarinn um síðustu helgi. Hann fékk aftur tækifæri gegn Caen í kvöld og skoraði þriðja mark PSG á 89. mínútu, sjö mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Neymar kom PSG yfir á 10. mínútu og á þeirri 35. bætti Adrian Rabiot öðru marki við.

Gianluigi Buffon stóð á milli stanganna hjá PSG í fyrsta deildarleik sínum fyrir félagið og hélt hreinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

Fótbolti

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Fótbolti

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Auglýsing

Nýjast

Liverpool með fullt hús stiga

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing