Þrátt fyrir að Deshaun Watson, leikstjórnandi (e. quarterback) í NFL-deildinni, sé ennþá með 22 mismunandi kynferðisbrotamál til meðferðar hjá lögreglunni í Texas eru félag áhugasamt um að bæta Watson við leikmannahóp sinn.

Watson hefur verið einn af bestu leikstjórnendum NFL-deildarinnar frá því að hann vat valinn í fyrstu umferð nýliðvalsins árið 2017.

Fyrr á þessu ári steig sjúkranuddari fram og lýsti hvernig Watson beitti hana kynferðislegri áreitni og fóru þá fleiri konur að stíga fram og lýsa sambærilegri hegðun Watson.

Alls var hann kærður í 22 liðum fyrir kynferðislega áreitni og tvær konur kærðu hann fyrir kynferðislegt ofbeldi.

Leikstjórnandinn hefur ekki komið við sögu í neinum leik það sem af er tímabils en NFL-deildin hefur ekki enn sett hann í bann né ákveðið einhverja refsingu.

Þrátt fyrir það er Miami Dolphins ennþá að reyna að bæta Watson við leikmannahóp sinn og Philadelphia Eagles er einnig áhugasamt um að bæta Watson við hópinn.