Breski fjöl­miðla­maðurinn Pi­ers Morgan vandar öllum leik­mönnum Manchester United, fyrir utan vin sinn Cristiano Ron­aldo, ekki kveðjurnar eftir 4-0 tap liðsins gegn Brent­ford í ensku úr­vals­deildinni um helgina.

Í færslu sem Morgan skrifaði á Twitter skrifar hann að það hljóti að vera al­gjör kvöð og pína fyrir Ron­aldo að spila með þessu liði.

,,Í­myndið ykkur að vera besti knatt­spyrnu­maður allra tíma og þurfa spila með þessu saman­safni af gungum og veik­burða mönnum. Hlýtur að vera al­gjör kvöð og pína fyrir Cristiano. Vonandi sleppur hann fljótt," skrifar Pi­ers Morgan í færslu á Twitter.

Ron­aldo vill losna frá Manchester United sem gengur hvorki né rekur hjá honum um þessar mundir.

Manchester United hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tíma­­bilinu í ensku úr­vals­deildinni og liðið var tuskað til af Brent­ford um ný­liðna helgi en leikar enduðu með 4-0 sigri Brent­ford.