Silkimjúkar hreyfingar, alvöru tæklingar og mörk sem eru skrifaðar í sögubækurnar. HM í Mexíkó 1970 var suðupottur af skemmtun og gleði. Brasilía vann þetta mót eftir viðureign við Ítalíu 4-1. Þar var Pelé aðalmaðurinn ásamt Gérson, Jairzinho, Rivellino og Tostão. Í kosningu árið 2007 var brasilíska liðið valið það besta frá upphafi. Gerd Muller var markahæstur með 10 mörk og keppninni var sjónvarpað beint um allan heim.

FIFA hefur nú birt skemmtilegt myndband sem sýnir allt það versta frá keppninni en þar má meðal annars sjá frekar vonlausa aukaspyrnu frá Pelé meðal annars.