Slóvenía fer með 10 marka forystu í seinni leik liðsins við Ísland í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer á Spáni í desember í lok þessa árs. Liðin mættust í Ljubljana í dag en lokatölur í leiknum urðu 24-14 slóvenska liðinu í vil.

Slóvenar juku hægt og bítandi við forskot sitt í fyrri hálfleik og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn sex mörk, 13-7.

Íslenska liðið þurfti að hafa mikið fyrir hverju marki sem það skoraði þar sem slóvenska vörnin var geysisterk. Ekkert var upp á varnarleik Íslands að klaga og Elína Jóna Þorsteinsdóttir var fín í íslenska markinu. Saga Sif Gísladóttir varði svo fjögur vítaköst í leiknum, öll í seinni hálfleik. Þá voru Helena Rut Örvarsdóttir og Mariam Eradze öflugar í miðri vörn íslenska liðsins.

Það var uppstilltur sem varð íslenska liðinu að falli og þurfa Arnar Pétursson að Ágúst Þór Jóhannsson að finna lausnir á því vandamáli í samvinnu við leikmenn liðsins fyrir seinni leikinn. Skotnýting íslenska liðsins var afar döpur í þessum leik. Ísland skoraði einungis sjö mörk í hvorum hálfleik.

Mörk Íslands í leiknum: Lovísa Thompson 5, Sigríður Hauksdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Karen Knútsdóttir 1.

Liðin mætast í seinni leiknum að Ásvöllum á miðvikudagskvöldið kemur.

Mynd/HSÍ