Jurgen Klopp telur líklegt að Brasilíumaðurinn Roberto Firmino nái að hrista af sér meiðslin og verði með gegn Tottenham í úrslitum Meistaradeildar Evrópu um næstu helgi.

Firmino hefur ekkert komið við sögu í tæpar þrjár vikur eftir að bakslag kom í endurhæfingu hans.

Liverpool mætir Tottenham í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn eftir rúma viku og hefur Firmino tekið þátt í æfingarbúðum Liverpool á Spáni undanfarna daga.

„Roberto hefur litið vel út á síðustu æfingum, þetta var ekki langur tími en við förum varlega í endurhæfingunni til að koma í veg fyrir að bakslag komi upp á ný. Við höfum nokkra daga og hann var á 70% krafti í síðasta leik,“ sagði Klopp um Firmino sem hefur skorað 16 mörk á tímabilinu.