KSÍ vonast til að kynna landsliðshóp kvennalandsliðsins fyrir Evrópumótið í sumar á föstudaginn, mánuði fyrir fyrsta leik liðsins á mótinu.

Þetta kom fram í svari KSÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins en þátttökuþjóðir þurfa að skila inn listanum fyrir 26. júní næstkomandi.

Kvennalandsliðið kemur saman til æfinga þann 20. júní næstkomandi, tæpum þremur vikum fyrir fyrsta leik Íslands á mótinu.

Búið er að tilkynna franska landsliðshópinn og æfingahóp hjá Ítalíu og Belgíu sem eru með Íslandi í riðli.