Kólumbíski knattspyrnumaðurinn Andres Balanta er látinn aðeins 22 ára að aldri. Balanta hneig niður á æfingu með liði sínu Atletico Tucuman og tilraunir til endurlífgunar, sem stóðu yfir í 40 mínútur, báru ekki árangur.
Balanta hafði spilað með yngri landsliðum Kólumbíu og var á sínum tíma talinn afar efnilegur knattspyrnumaður. Hann samdi við argentínska knattspyrnuliðið Atletico Tucuman fyrr á árinu en liðið staðfesti andlát Balanta í yfirlýsingu.
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Sergio Aguero var í beinu streymi á Twitch er hann heyrði tíðindin af andláti Balanta en Aguero þurfti sjálfur að leggja knattspyrnuskóna á hilluna vegna heilsufarsvandamála.

Balanta fæddist í Santiago de Cali í Kólumbíu árið 2000. Hann hlaut knattspyrnulegt uppeldi hjá Deportivo Cali en gekk síðan til liðs við Atletico Tucuman í júlí fyrr á þessu ári og gerði sér vonir um að vinna sér inn sæti í A-landsliði Kólumbíu.
La Federación Colombiana de Fútbol lamenta el fallecimiento de Andrés Balanta, jugador de la @FCFSeleccionCol en sus diferentes categorías. Enviamos nuestras condolencias a sus familiares, amigos y allegados. Q.E.P.D. pic.twitter.com/mqBTgfkAf2
— Selección Colombia (@FCFSeleccionCol) November 29, 2022