Að sögn HSÍ er von á um fimm hundruð Íslendingum í MVM Dome höllinni í kvöld þegar Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik á Evrópumótinu.

MVM höllin tekur við rúmlega tuttugu þúsund manns og er ein stærsta handboltahöll Evrópu. Hún var opnuð á dögunum og er staðsett í Búdapest.

HSÍ í samstarfi við Sérsveitina verður með upphitun á kránni Champs Sportbar.

Þetta er fyrsti leikur Íslands í riðlinum en í gær unnu Hollendingar óvæntan sigur á heimamönnum.