Forráðamönnum Völsungs sem leikur í 2. deild karla í knattspyrnu sárnar hvernig forsvarsmenn knattspyrnusambands Íslands, hafa höndlað kærumál félagsins vegna framkvæmdar dómara í leik liðsins gegn Huginn á dögunum. 

Málið hófst með því að dómari leiksins áminnti rangan leikmann með gulu spjaldi sem varð til þess að honum varð vísað af velli. Þannig var svo búið um hnútana að leikmaðurinn sem fékk rauða spjaldið fór ekki í leikbann. 

Völsungar freistuðu þess að brugðist væri við mistökum dómarans með þvi að annað hvort hluti leiksins eða leikurinn allur spilaður aftur. Þeir hlutu ekki árangur sem erfiði og enn fremur finnst þeim samskipti sín við KSÍ hafa einkennst af dónaskap. 

Lesa má frekar um málið í yfirlýsingu sem Völsungar sendu fjölmiðlum í dag. 

Yf­ir­lýs­ing Völsungs:

Í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar okk­ar í Völsungi, sím­hring­inga úr höfuðstöðvum KSÍ í kjöl­farið þar sem við erum út­hrópaðir og nú síðast hreint og klárt hót­un­ar­bréf frá KSI þar sem okk­ur er gef­in vika í að bera hönd fyr­ir höfuð okk­ar, vilj­um við árétta að eng­inn frá Völsungi er að ráðast per­sónu­lega á einn eða neinn. 

Dóm­ari leiks­ins ger­ir vissu­lega mis­tök­in og það er leitt. Við sár­vor­kenn­um hon­um að vinnu­veit­end­ur hans hjá sam­band­inu hafi ekki stutt hann og aðstoðað bet­ur í kjöl­far um­ræddra grund­vall­armistaka. Auðvitað bar hon­um að skila inn skýrsl­unni eins og hann dæmdi leik­inn. Annað er ólög­legt. Nú fær Völsung­ur tölvu­póst á mánu­deg­in­um eft­ir leik­inn um að skrif­stofa KSÍ hafi í sam­ráði við dóm­ar­ann skráð skýrsl­una vit­laust. Að Freyþór Hrafn Harðar­son, leikmaður Völsungs, hafi bara fengið gult en ekki rautt. 

Freyþór Hrafn Harðar­son var rek­inn út af á Seyðis­firði rang­lega og um það verður ekki deilt. All­ir eru sam­mála um það. Bæði lið, dóm­ar­ar, eft­ir­lits­dóm­ari og KSÍ. Völsung­ur þurfti að leika hluta leiks­ins ein­um færri. Á þeim tíma skor­ar Hug­inn sig­ur­mark. Tölvu­póst­ur á mánu­degi breyt­ir engu þar um þó ein­hverj­ir á skrif­stofu KSÍ telji sig vera að gera ein­hverj­um greiða með að skrá leik­skýrsl­una vís­vit­andi vit­laust til að „hjálpa Völsungi“ svo leikmaður­inn fari ekki í bann. Skaðinn var skeður. 

Mega all­ir á skrif­stofu KSÍ hafa áhrif á það hvernig leik­skýrsl­ur eru skráðar? 

Á þeim sól­ar­hring sem leið frá leikn­um og þangað til skýrsl­an var sett inn af dóm­ara leiks­ins hefði KSÍ getað aðstoðað dóm­ar­ann við að gera það sem rétt er. Senda inn skýrsl­una af leikn­um eins og hann var dæmd­ur. Senda svo með auka­skýrslu um leiðrétt­ingu ef mis­tök voru aug­ljós­lega gerð og að dóm­ari vildi ekki að leikmaður­inn fengi leik­bann. Bara ekki breyta leik­skýrsl­unni því það er bannað! 

Ekk­ert af þessu var gert og því fór sem fór. Í þrjár vik­ur beið Völsung­ur eft­ir því að KSÍ myndi vinna úr þess­um leiðu mis­tök­um og leiðrétta það sem rang­lega var gert. Niðurstaða aga-og úr­sk­urðar­nefnd­ar var í takt við önn­ur vinnu­brögð í þessu máli. Viðbrögð KSÍ við frétta­til­kynn­ing­unni eru í takt við nán­ast einu sam­skipt­in sem hafa farið fram milli KSÍ og Völsungs á þess­um þrem­ur vik­um. KSÍ ger­ir Völsung að „vonda kall­in­um“ í mál­inu og skamm­ar nú fé­lagið fyr­ir að „ráðast á ung­an dóm­ara í fjöl­miðlum með sví­v­irðing­um“. Starfsmaður skrif­stofu KSÍ hef­ur hringt í for­svars­mann Völsungs og bein­lín­is hrópað í sím­ann að við séum lyg­ar­ar og aldrei hafi nokk­urt fé­lag tekið dóm­ara af lífi op­in­ber­lega jafn sví­v­irðilega. Hér eru eðli­lega flest­ir orðlaus­ir. 

For­svars­menn knatt­spyrnu­deild­ar Völsungs ít­reka því hér með að per­sóna Helga, dóm­ara leiks­ins hef­ur á eng­an hátt neitt með málið að gera. Hér er ekki verið að ráðast gegn hon­um sem per­sónu. Allt tal í þá átt­ina úr höfuðstöðvum KSÍ verður því vísað rak­leiðis aft­ur til föður­hús­anna því sam­bandið hef­ur haft nóg­an tíma til að standa með sín­um dóm­ara og aðstoða við að leiðrétta grund­vall­armis­tök. 

Fyr­ir hönd knatt­spyrnu­deild­ar Völsungs 
Hauk­ur Eiðsson