Fótbolti

VÖK með í vör á bekknum

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson virtist vera með munntóbak í vör fyrir leik Íslands gegn Belgíu á Laugardalsvellinum.

Viðar virðist vera með í vörinni fyrir landsleikinn. Skjáskot/ Stöð 2

Íslenski landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson virtist vera með munntóbak í vör fyrir leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Belgíu sem fer fram um þessar mundir á Laugardalsvellinum. Viðar byrjar á bekk íslenska liðsins og hefur enn ekki komið inn á.

Viðar Örn hefur áður, ásamt öðrum tengdir íslenska landsliðinu, hafa áður komist í klandur fyrir notkun tóbaks. Fyrrverandi landsliðsþjálfari, Svíinn Lars Lagerback, sat fyrir svörum á blaðamannafundi með tóbak í vörinni haustið 2013. Þá sást til Ólafs Jóhannessonar, forvera Lars, taka í nefið á bekknum á Laugardalsvellinum þegar hann stýrði íslenska liðinu.

Þá vakti jafnframt athygli mynd sem KSÍ birti af Viðari Erni og félaga hans í landsliðinu, Jón Daða Böðvarssyni, þegar þeir voru á leið til Tyrklands í október 2015 til að keppa gegn Tyrkjum í umspili fyrir EM. Á milli þeirra félaga sást til tóbaksdollu, en KSÍ fjarlægði síðar myndina. Sambýliskona Jóns Daða kom því á framfæri við Vísi að Jón hafi aldrei neytt tóbaks.

Neftóbaksdolla sést á milli landsliðsfélaganna. Mynd/ KSÍ

Viðar Örn komst einnig í fjölmiðla þegar hann mætti ölvaður til móts við landsliðið á Ítalíu. Það var þó áður en Viðar taldist hafa komið til landsliðsverkefnis, og var því ekki brot á agareglum landsliðsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Fótbolti

Segja Matthías vera að semja Vålerenga

Fótbolti

Dagný sögð á leið til Portland aftur

Auglýsing

Nýjast

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Auglýsing