Fótbolti

VÖK með í vör á bekknum

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson virtist vera með munntóbak í vör fyrir leik Íslands gegn Belgíu á Laugardalsvellinum.

Viðar virðist vera með í vörinni fyrir landsleikinn. Skjáskot/ Stöð 2

Íslenski landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson virtist vera með munntóbak í vör fyrir leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Belgíu sem fer fram um þessar mundir á Laugardalsvellinum. Viðar byrjar á bekk íslenska liðsins og hefur enn ekki komið inn á.

Viðar Örn hefur áður, ásamt öðrum tengdir íslenska landsliðinu, hafa áður komist í klandur fyrir notkun tóbaks. Fyrrverandi landsliðsþjálfari, Svíinn Lars Lagerback, sat fyrir svörum á blaðamannafundi með tóbak í vörinni haustið 2013. Þá sást til Ólafs Jóhannessonar, forvera Lars, taka í nefið á bekknum á Laugardalsvellinum þegar hann stýrði íslenska liðinu.

Þá vakti jafnframt athygli mynd sem KSÍ birti af Viðari Erni og félaga hans í landsliðinu, Jón Daða Böðvarssyni, þegar þeir voru á leið til Tyrklands í október 2015 til að keppa gegn Tyrkjum í umspili fyrir EM. Á milli þeirra félaga sást til tóbaksdollu, en KSÍ fjarlægði síðar myndina. Sambýliskona Jóns Daða kom því á framfæri við Vísi að Jón hafi aldrei neytt tóbaks.

Neftóbaksdolla sést á milli landsliðsfélaganna. Mynd/ KSÍ

Viðar Örn komst einnig í fjölmiðla þegar hann mætti ölvaður til móts við landsliðið á Ítalíu. Það var þó áður en Viðar taldist hafa komið til landsliðsverkefnis, og var því ekki brot á agareglum landsliðsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Birkir missir af landsleikjunum

Fótbolti

„Gaman að verða meistari áður en ég fer“

Fótbolti

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Auglýsing

Nýjast

Ranieri tekur við Fulham

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Birgir Leifur úr leik

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Auglýsing