Fótbolti

VISA styrkir evrópskan kvennafótbolta

Greiðslumátafyrirtækið VISA hefur gert samning við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að vera aðal styrktaraðili kvennaknattspyrnu í Evrópu næstu sjö árin.

Lyon er ríkjandi meistari í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna.

Tilkynnt var um það í dag að greiðslumátafyrirtækið VISA hafi skrifað undir samning við evrópska knattspyrnusambandið UEFA um að vera aðalstyrktaraðili evrópskrar kvennaknattspyrnu næstu sjö árin. 

Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtæki tekur það að sér að vera fyrir aðalstyrktaraðili fyrir kvennaknattpyrnuna í heild sinni í Evrópu.  

VISA mun vera stærsti styrktaraðilinn að Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna næstu sjö árin og á Evrópumótunum í knattspyrnu kvenna sem haldin verða á því tímabili. 

Fyrirtækið mun einnig styrkja Evrópumótin í U-19 og U-17 ára aldursflokki og Evrópumótin í Fustsal. 

Nadine Kessler yfirmaður kvennaknattspyrnunnar hjá UEFA segir að þessi styrktarsamningur marki tímamót og sé skýrt og lifandi dæmi að kvennaknattspyrna hafi náð nýjum hæðum. 

Þá sýni þessi samningur fram á að markaðsvirði kvennaknattspyrnu sé að aukast svo um munar og líklegt sé að fleiri samningar í þessari stærðargráðu muni fylgja eftir. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Fótbolti

Boateng verður ekki með í kvöld vegna veikinda

Fótbolti

Líklegt að Fabinho leiki við hlið Matip í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Fundarhöld um framtíð Sarri

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing