Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hyggst refsa þeim félögum harðlega sem halda til streitu áformum um að stofna Ofurdeild Evrópu.

Þannig verði þeim meinuð þátttaka frá Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni í tvær leiktíðir ef þau gerast stofnaðilar að Ofurdeildinni.

Það er ESPN sem greinir frá þessu en samkvæmt frétt fjölmiðilsins hefur UEFA samið við Arsenal, Atletico Madrid, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur um að fyrrgreind sjö félög verði ekki með í annarri tilraun að stofnun Ofurdeildar gegn því að verða ekki refsað.

Þá gangi samningaviðræður við forráðamenn Inter Milan vel en kollegar þeirra hjá AC Milan, Barcelona, Juventus og Real Madrid eru hins vegar tregari í taumi og gæti því verið refsað af UEFA.