Enski boltinn

Shaqiri vongóður um að semja við Liverpool

Liverpool vonast til að ganga frá kaupunum á Xherdan Shaqiri frá Stoke á næstu dögum en það verða þriðju kaup félagsins í sumarglugganum.

Það stefnir allt í að Shaqiri leiki heimaleiki sína á Anfield á næsta tímabili. Fréttablaðið/Getty

Liverpool vonast til að ganga frá kaupunum á svissneska landsliðsmanninum Xherdan Shaqiri frá Stoke á næstu dögum en hann verður þá þriðji leikmaðurinn sem Liverpool bætir við í sumar.

Er Shaqiri með ákvæði í samningi sínum sem segir til um að Stoke geti ekki hafnað tilboði upp á 13,5 milljónir punda eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Hinn 26 árs gamli Shaqiri er í fríi þessa dagana eftir að hafa verið hluti af svissneska landsliðinu sem féll úr leik í 16-liða úrslitunum á HM.

Hefur hann gefið það út að hann ætli ekki að leika í Championship-deildinni og greinir staðarblaðið í Liverpool, Liverpool Echo frá því að hann sé með augastað á að komast til Liverpool.

Hefur Shaqiri leikið með Stoke undanfarin þrjú ár en hann hefur einnig leiki ðmeð Inter Milan og Bayern Munchen eftir að hafa komið upp úr unglingastarfi Basel á sínum tíma.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Enski boltinn

Kane snýr aftur um helgina

Enski boltinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Auglýsing

Nýjast

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing