Enski boltinn

Shaqiri vongóður um að semja við Liverpool

Liverpool vonast til að ganga frá kaupunum á Xherdan Shaqiri frá Stoke á næstu dögum en það verða þriðju kaup félagsins í sumarglugganum.

Það stefnir allt í að Shaqiri leiki heimaleiki sína á Anfield á næsta tímabili. Fréttablaðið/Getty

Liverpool vonast til að ganga frá kaupunum á svissneska landsliðsmanninum Xherdan Shaqiri frá Stoke á næstu dögum en hann verður þá þriðji leikmaðurinn sem Liverpool bætir við í sumar.

Er Shaqiri með ákvæði í samningi sínum sem segir til um að Stoke geti ekki hafnað tilboði upp á 13,5 milljónir punda eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Hinn 26 árs gamli Shaqiri er í fríi þessa dagana eftir að hafa verið hluti af svissneska landsliðinu sem féll úr leik í 16-liða úrslitunum á HM.

Hefur hann gefið það út að hann ætli ekki að leika í Championship-deildinni og greinir staðarblaðið í Liverpool, Liverpool Echo frá því að hann sé með augastað á að komast til Liverpool.

Hefur Shaqiri leikið með Stoke undanfarin þrjú ár en hann hefur einnig leiki ðmeð Inter Milan og Bayern Munchen eftir að hafa komið upp úr unglingastarfi Basel á sínum tíma.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Skattalagabrot Sánchez að koma í bakið á honum

Enski boltinn

Hazard segist vera tilbúinn að prófa eitthvað nýtt

Enski boltinn

Skoruðu 22 mörk í fyrsta leiknum undir stjórn Silva

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

Fótbolti

Ronaldo: Flestir leikmenn á mínum aldri fara til Katar eða Kína

Auglýsing