Liverpool vonast til að ganga frá kaupunum á svissneska landsliðsmanninum Xherdan Shaqiri frá Stoke á næstu dögum en hann verður þá þriðji leikmaðurinn sem Liverpool bætir við í sumar.
Er Shaqiri með ákvæði í samningi sínum sem segir til um að Stoke geti ekki hafnað tilboði upp á 13,5 milljónir punda eftir að félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.
Hinn 26 árs gamli Shaqiri er í fríi þessa dagana eftir að hafa verið hluti af svissneska landsliðinu sem féll úr leik í 16-liða úrslitunum á HM.
Hefur hann gefið það út að hann ætli ekki að leika í Championship-deildinni og greinir staðarblaðið í Liverpool, Liverpool Echo frá því að hann sé með augastað á að komast til Liverpool.
Hefur Shaqiri leikið með Stoke undanfarin þrjú ár en hann hefur einnig leiki ðmeð Inter Milan og Bayern Munchen eftir að hafa komið upp úr unglingastarfi Basel á sínum tíma.
Athugasemdir