Körfubolti

Vinson ósáttur með Grindavík: Varð að rusli í þeirra augum

Terrell Vinson lýsir í samtali við mbl.is hvernig Grindvíkingar eru ekki að standa við samninga og lýsir því yfir að hann hafi orðið útbrunnið rusl í augum stjórnarinnar þegar hann meiddist

Vinson í leik með Massachusetts Minutemen í bandaríska háskólakörfuboltanum. Fréttablaðið/Getty

Bandaríski körfuboltamaðurinn Terrell Vinson sem hefur leikið með Njarðvík og Grindavík hér á landi gagnrýnir Grindvíkinga harkalega í viðtali sem birtist á mbl.is í gærkvöld.

Vinson kom til landsins í fyrra og lék með Njarðvík á síðasta tímabili. Honum bauðst að semja við Grindavík og þáði hann það í sumar en það entist stutt.

Meiðsli tóku sig upp í öðrum leik Grindvíkinga gegn Skallagrím og var þá tekin ákvörðun um að rifta samningi hans og samdi Grindavík við Lewis Clinch Jr. í þriðja sinn í stað Vinson.

Hann segir upplifun sína eins og hann hafi verið rusl í augum stjórnar körfuknattleiksdeildar Grindavíkur en hrósaði Jóhanni Ólafssyni, þjálfara liðsins í viðtalinu.

„Um leið og ég meiddist fór allt til fjandans og það hratt. Það var hætt að koma fram við mig eins og manneskju,“ sagði Vinson og bætti við:

„Það var eins og ég færi úr því að vera manneskja í þeirra augum og í eitthvert rusl sem mátti brenna og losa sig við. Ég meiddist 11. október og daginn eftir mætti formaðurinn heim til mín og rak mig á staðnum. Það var mikil óvissa sem fylgdi. Ég hafði ekki hugmynd um hvort félagið myndi standa með mér í gegnum meiðslin og hjálpa mér að fá meðferð við þeim,“ í samtali við Mbl.is.

Hann stóð í stappi við stjórn Grindavíkur í endurhæfingunni eftir að hafa slitið krossbönd. Hann er í endurhæfingu á Íslandi enda eru slíkar aðgerðir rándýrar í Bandaríkjunum en segir að stjórnin hafi hent honum úr íbúðinni og neitað að borga undir hann húsnæði.

Segir hann í samtali við mbl.is að hann hafi eytt jólunum á heimili leikmanns sem var í Bandaríkjunum yfir jólin þvert á vilja stjórnar félagsins og að hann hafi rætt við aðra leikmenn en aldrei heyrt af annarri eins meðferð í áhugaverðu viðtali sem lesa má hér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Keflavík lagði nágranna sína að velli

Körfubolti

ÍR vann afar öruggan sigur gegn Breiðabliki

Körfubolti

Unnu síðustu sex mínúturnar 22-0

Auglýsing

Nýjast

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Góð frammistaða dugði ekki til gegn Þýskalandi

Leik lokið: Þýskaland 24 - 19 Ísland

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Auglýsing