Gylfi hefur hafnað allri sök samkvæmt enskum blöðum en hann var handtekinn um miðjan júlí. Gylfi er laus gegn tryggingu til 16 janúar á næsta ári.

Fótbolti.net sagði fyrst frá þessari ákvörðun Football Manager. Leikurinn kemur út í byrjun nóvember en þeir sem hafa keypt leikinn í forsölu fengu Beta-útgáfu af leiknum í gær.

Í Football Manager gerist einstaklingur þjálfari liðs og fer með liðið í gegnum þann öldusjó sem starf þjálfara er.

Everton hefur sett Gylfa Þór í tímabundið leyfi en á heimasíðu félagsins er hann áfram skráður sem leikmaður félagsins.

Gylfi er ekki eini leikmaðurinn sem hverfur úr þessum vinsæla leik. Benjamin Mendy leikmaður Manchester City er ekki á meðal leikmanna, situr hann í gæsluvarðhaldi vegna gruns um ítrekaðar nauðganir.

Gylfi Þór hefur ekki verið nafngreindur í Bretlandi af lagalegum ástæðum þar í landi. Engar upplýsingar hafa fengist um hvers eðlis brotið er sem Gylfi er sakaður um.