Þingmaðurinn Boris Paikan lagði til að knattspyrnusamband Rússlands myndi setja á laggirnar sérstakt félagsliða með félögum frá þjóðum sem eru hliðholl Rússum eftir útilokun rússneskra landsliða frá keppnum á vegum UEFA og FIFA.

Evrópska knattspyrnusambandið framlengdi á dögunum bann við öllum rússneskum liðum í keppnum á þeirra vegum fram á næsta sumar. Með því er ljóst að ekkert rússneskt félag verður með í Evrópukeppnum félagsliða á næsta ári.

Paikin, sem situr á Dúmunni, þingi Rússa, lagði til að Rússar myndu fara eigin leiðir líkt og rússneska handboltasambandið gerði á dögunum.

„Það er nauðsynlegt að skoða möguleikann á því að halda alþjóðleg mót fyrir félög frá þjóðum sem eru okkur vinveitt. Það yrði gott svar við ákvörðun alþjóðaknattspyrnusambandsins að útiloka Rússa frá alþjóðlegri keppni,“ sagði Paikan í samtali við rússneska ríkisfjölmiðilinn Tass.