Sífellt fleiri leikmenn í Englandi eru farnir að stíga fram og greina frá skilaboðum sem bíða þeirra eftir leik. Skilaboðin eru gjarnan rasísk og oft með hótunum um ofbeldi, jafnvel morðhótanir.

Xhaka fékk sinn skerf af slíkum skilaboðum þegar hann sagði stuðningsmönnunum að fara til helvítis eftir neikvæð skilaboð í garð Xhaka í leik Arsenal og Manchester City á síðasta tímabili.

Enska úrvalsdeildin hefur kallað eftir hertum aðgerðum frá forráðamönnum samskiptamiðlanna en Xhaka, sem segist reglulega fá slík skilaboð, segist vera tilbúinn að setjast niður með einstaklingunum á bak við skjáinn sem sendi slík skilaboð.

„Ég vildi að ég gæti hitt fólkið sem hefur sent mér þessi skilaboð, setjast niður með þeim við borðið og spurja hver tilgangurinn með þessu væru. Ekki aðeins fyrir mig sjálfan heldur líka fyrir manneskjuna sem sendi skilaboðin, hvernig honum leið þegar hann skrifaði þetta. Þetta er óásættanleg hegðun.“