Fyrrum NBA leik­maðurinn Isa­ac Hump­hries, nú leik­maður ástralska liðsins Mel­bour­ne United opin­beraði sam­kyn­hneigð sína fyrir liðs­fé­lögum sínum á dögunum. Hann hefur í kjöl­farið fengið mikið lof fyrir en mynd­band af opin­berun Isa­acs hefur farið í mikla dreifingu á sam­fé­lags­miðlum. Hann segist nú loks vera búinn að taka sjálfan sig í sátt eftir að hafa gengið í gegnum mjög myrka tíma þar sem hann reyndi meðal annars að taka sitt eigið líf.

Isa­ac er þar með orðinn eini opin­ber­lega sam­kyn­hneigði karl­kyns at­vinnu­maðurinn í körfu­bolta sem leikur í efstu deild. Tíðindin færði hann liðs­fé­lögum sínum á liðs­fundi á dögunum þar sem hann sagðist hafa gengið í gegnum mjög myrka tíma.

„Þetta er eitt erfiðasta sam­tal sem ég hef á ævi minni þurft að taka en lífið snýst um að gera erfiða hluti og að taka lær­dóm frá þeim," voru orðin sem Hump­hries opnaði fundinn með liðs­fé­lögum sínum á.

„Ég hef falið dá­lítið um sjálfan mig allt mitt líf, frá þeim sem ég elska og jafn­vel stundum frá mér sjálfum," sagði Hump­hries við liðss­fé­laga sína í Mel­bour­ne United. „Það er sann­leikur um sjálfan mig sem ég hef ekki litist í augun við í langan tíma en nú finnst mér rétt að segja ykkur frá því að sann­leikurinn er sá að ég er sam­kyn­hneigður.“

Hump­hries segir að fyrir nokkrum árum síðan hafi hann upp­lifað mjög myrka tíma þar sem hann hafi verið mjög ein­mana.

„Ég gat ekki verið sá sem ég er og reyndi því að taka mitt eigið líf. Aðal á­stæðan fyrir því að ég fann mig á þeim stað er sú að ég átti mjög erfitt með að sætta mig við kyn­hneigð mína og horfast í augu við þá stað­reynd að ég er sam­kyn­hneigður.

Humphries í leik með Melbourne United
Fréttablaðið/GettyImages

Getur lifað lífi sínu án þess að vera í felum

Isa­ac var á sínum tíma á mála hjá NBA liðinu At­lanta Hawks, fyrr á þessu ári gekk hann til liðs við Mel­bour­ne United. Á sínum taldi hann sér trú um að hann gæti ekki verið sam­kyn­hneigður og á sama tíma at­vinnu­maður í körfu­bolta.

„Ég hataði þetta við sjálfan mig og hafði ó­beit á sjálfum mér, taldi mig ekki geta verið þessa mann­eskju innan okkar körfu­bolta um­hverfis. Það var ekki fyrr en ég fann mig innan sam­fé­lags sem er fullt af stolti, hamingju og gleði sem ég áttaði mig al­menni­lega.“

Svo hafi stóra spurningin komið.

„Hvernig á ég að vera at­vinnu­maður í körfu­bolta, ganga til liðs við nýtt lið þegar að ég hef loks sæst við sjálfan mig og vil ekki lengur fela þann mann sem ég hef að geyma?“

Hann hafi á endanum á­kveðið að ef hann myndi ganga til liðs við nýtt lið þá myndi hann greina frá sam­kyn­hneigð sinni opin­ber­lega og sjá til þess að fólk viti að maður getur lifað lífi sínu án þess að þurfa að vera í felum.

„Við sem at­vinnu­menn í í­þróttum erum í á­byrgðar­hlut­verki og eigum að setja gott for­dæmi fyrir aðra. Sann­leikurinn er sá að það eru svo margir sem eiga erfitt á hverjum einasta degi. Ég veit hvernig það er og vil vera full­trúi þessa fólks, það er mark­mið mitt með þessu. Að láta fólk vita að maður getur verið sá sem maður vill vera, sama hver þú er eða hvað þú gerir.

Ég vil bara vera ég sjálfur og hef fundið það út að þetta er mín köllun í lífinu.“

Hump­hries er fyrsti ástralski körfu­bolta­maðurinn og fyrsti leik­maður NBL deildarinnar í Ástralíu til að opin­bera sam­kyn­hneigð sína. Með þessu fylgir hann í fót­spor sam­landa síns, knatt­spyrnu­mannsins Josh Ca­vallo sem opin­beraði sam­kyn­hneigð sína í októ­ber á síðasta ári.

Í kjöl­far opin­berun Isa­ac Hump­hries hefur stuðnings­kveðjum rignt yfir hann.