Pep Guardiola, stjóri Manchester City ætlar ekki að blanda sér í mál Kyle Walker á opinberum vettvangi. Walker í klandri eftir að hafa berað sig á bar í Manchester.
„Þetta er einkamál, þetta er ekki staðurinn til að ræða einkamál," segir Pep Guardiola.
Walker hefur í gegnum tíðina verið duglegur við að koma sér í vandræði og hann hélt uppteknum hætti á sunnudaginn síðastliðinn þegar að hann fór með vinum sínum út á lífið. Einnig hafa myndir af hegðun hans í kringum konur á barnum vakið athygli, Walker er giftur maður.
Eftir að hann beraði lim sinn gekk hann um að konum á staðnum, tók í hendurnar á þeim og sást síðan skömmu síðar kyssa eina af þessum konum á barnum.
Í gegnum tíðina hafa komið upp mál varðandi framhjáhald Walker og árið 2020 varð fyrirsætan Lauryn Goodmann ófrísk af Walker. Á meðan að Covid-19 heimsfaraldurinn gekk yfir, leigði Walker sér íbúð og fékk tvær vændiskonur í íbúðina á meðan á útgöngubanni stóð í Bretlandi.
„Leikmennirnir eiga að vita að þegar þeir opna dyrnar heima hja´sér í dag þá eru myndavélar á þeim, þetta er hluti af því að ná árangri.“