Tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu þess efnis að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík muni undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar hefur farið misvel í áhugafólk um íþróttir og aðstöðuna sem íslensk afreksíþróttafólk þarf að búa við hér á landi.

Sumir vilja meina að um fullkomlega tilgangslausan gjörning sé að ræða, aðrir benda á að viljayfirlýsing hefur ekkert lagalegt gildi og að verið sé að bæta enn einu hugtakinu við Þjóðarhallavallarorðalistann sem safnast hefur á undanfarin ár, ef ekki áratugi.

Tómas Þór Þórðarsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, segir að með viljayfirlýsingunni sé bara verið að bæta enn einu hugtakinu við Þjóðarhallavallaorðalistann góða.

Twitter reikningurinn Höllin er úrelt bendir á grein sem skrifuð var árið 2017 um viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar

Henry Birgir Gunnarsson, fréttastjóri íþrótta hjá Vísi og Stöð 2 sport segir að um fullkomlega tilgangslausan gjörning sé að ræða.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV bendir á að viljayfirlýsing hafi ekkert lagalegt gildi.

Hrannar Már, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur segir tímasetningu viljayfirlýsingarinnar enga tilviljun.