Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Undirritunin fer fram utandyra í trjágöngunum í Laugardal vestanmegin við Skautahöllina klukkan 15:30.