Svo getur farið að stórar breytingar verði gerðar á skipulagi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákvörðun um hvort fjölga eigi leikjum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu úr 64 leikjum upp í 104 gæti verið tekin á næstunni en hugmyndirnar verða kynntar á aðildarþjóðum sambandsins á næstu dögum en ársþing FIFA hefst í Rúanda á fimmtudaginn.
Sky Sports greinir frá en aðal ástæðan að baki fjölgun leikja á HM er sú að með því myndi FIFA ná áætlunum sínum um að hala inn því sem nemur 9 milljörðum punda í tekjur.
Á sama tíma myndi fjölgun leikja einnig leysa úr ákveðnum skipulagsvanda fyrir FIFA fyrir næsta heimsmeistaramót.
Nú þegar hefur verið samþykkt að fjölga liðum á HM úr 32 í 48 lið en í stað þess að hafa 16 riðla með þremur liðum í hverjum og einum riðli er þeim möguleika nú velt upp að hafa 12 riðla með fjórum liðum í hverjum og einum.
Næsta heimsmeistaramót fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026