Sport

Vilja Hannes í ensku úrvalsdeildina

Frammistaða Hannes Þórs Halldórssonar um helgina hefur ekki farið fram hjá knattspyrnuheiminum. Á stuðningsmannasíðu úrvalsdeildarliðs er það lagt til að Hannes verði keyptur.

Hannes Þór varði víti gegn Messi um helgina. Fréttablaðið/EPA

Í grein á stuðningsmannasíðu enska úrvalsdeildarliðsins Southampton, saintsmarching.com, er landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson tíundaður sem álitlegur kostur fyrir liðið.

Um er að ræða greinaröð sem tengist HM þar sem fjallað er um eftirtektarverða leikmenn sem gætu nýst Southampton í ensku úrvalsdeildinni.

Í greininni, sem er skrifuð af Chris nokkrum Hughes, kemur fram að óvissa sé uppi um markvarðastöðuna hjá félaginu. Alex McCharthy sé fyrsti kostur en fram kemur að líklegt þyki að Fraser Forster fari fyrir vikið frá félaginu. Þess má geta að McCharthy var nýlega orðaður við Tottenham.

Fram kemur að fyrir vikið muni Southampton, sem slapp naumlega við fall úr ensku úrvalsdeildinni í vor, þurfa varamarkvörð. Bent er á að Hannes, sem hafi átt nokkrar frábærar vörslur gegn Argentínu, spili í Danmörku. Hann eigi auk þess ekki nema ár eftir af samningnum við Randers og væri því ódýr kostur.

Hannes hafi með Íslandi sannað að hann sé mikill íþróttamaður. Hann hafi haldið níu sinnum hreinu með Randers á síðustu leiktíð. Hann hafi komið seint fram á sjónarsviðið þar sem hann hafi ekki spilað sinn fyrsta landsleik fyrr en 27 ára gamall. Hann sé þrátt fyrir það reynslumikill, jarðbundinn og gæti því nýst vel í búningsherbergjum Southampton, þar sem skortur á leiðtogahæfileikum sé tilfinnanlegur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Jón Axel stigahæstur fyrir framan Curry

Rafíþróttir

Ís­lendingur í einni stærstu raf­í­þrótta­deild heims

Körfubolti

Nýtt nafn á bikarinn

Auglýsing

Nýjast

Watford fyrst í 8-liða úrslitin

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Zaha í bann

Guðmunda Brynja færir sig um set

Juventus horfir til Salah og Klopp

Sturla náði ekki að klára fyrri ferðina í stórsviginu

Auglýsing