Borgarstjórnin í Salt Lake City mun á næstu dögunum leggja lokahönd á umsókn borgarinn að halda Vetrarólympíuleikana 2030. Það yrði í annað sinn í sögunni sem leikarnir færu fram í borginni.

Vetrarólympíuleikarnir standa yfir þessa dagana og er búið að ákveða að næstu Vetrarólympíuleikar fari fram í Ítalíu.

Leikarnir fóru fram í Salt Lake árið 2002 og þyrfti því ekki að ráðast í miklar framkvæmdir.

Vancouver í Kanada, Barcelona á Spáni og Sapparo í Japan hafa einnig lýst yfir áhuga á að halda leikana.

Ef Alþjóðaólympíunefndin fellst á það að leikarnir fari fram í Salt Lake færi svo að Sumar- og Ólympíuleikarnir færu fram í Bandaríkjunum með tveggja ára millibili.