Jean-Luc Melenchon, formaður La France insoumis flokksins í Frakklandi, tísti að ef tyrkneskir fótboltamenn heilsa að hermannasið, þá þurfi að meðhöndla þá eins og hermenn óvinarins. „Þess vegna á ekki að spila fótbolta við þá. Íþróttaandinn er horfinn,“ sagði meðal annars í tístinu.

Melenchon stendur langt til vinstri í sinni pólitík en Jean Christophe Lagarde sem er meira til hægri sagði að með því að heilsa að hermannsið hefðu Tyrkir blandað pólitík og íþróttum saman. „Við getum ekki boðið þá velkomna á Stade de France sem fagna því að verið sé að slátra kúrdísku bandamönnum okkar.“

Íþróttamálaráðherra Tyrkja Mehmet Muharrem Kasapoglu kíkir á Stade de France fyrir leik kvöldsins.

Báðir hentu í myllumerkið #AnnulationMatchFranceTurquie eins og Marine Le Pen formaður frönsku þjóðfylkingarinnar. Hann beindi spjótum sínum að UEFA. „Það er komin tími til að UEFA refsi fyrir þetta pólitíska atriði frá tyrkneska knattspyrnusambandinu.“

Umræður undir myllumerkinu eru langt frá því að vera málefnalegar.

Búist er við að um 4.000 stuðningsmenn Tyrkja mæti á Stade de France. UEFA hefur fagn Tyrkja eftir sigurmark Cenc Tosun til skoðunar.

Ibrahim Colak fagnaði sigri á lokadegi heimsmeistaramótsins í fimleikum með því að heilsa að hermannasið.