Forseti norska handboltasambandsins staðfesti í dag í samtali við VG stendur Þóri Hergeirssyni nýr samningur til boða hjá norska handboltasambandinu til fimm ára þrátt fyrir vonbrigðin á síðasta Evrópumóti.

Norska liðið stóðst ekki væntingar á Evrópumótinu þar sem stöllur Þóris féllu úr leik í milliriðlinum. Norska liðið vann aðeins einn leik í riðlakeppninni og þurfti því að sætta sig við fimmta sætið.

Undir stjórn Þóris hefur norska liðið unnið Evrópumótið þrisvar, unnið tvo heimsmeistaratitla og tvö Ólympíugull á tæpum tíu árum.

Hann á enn rúmt eitt og hálft ár eftir af samningi sínum en Kare Geir staðfesti að áhugi norska handboltasambandsins væri að framlengja við Þóri.

„Við munum hefja viðræður við Þóri á næstu dögum. Það eru komin tíu ár og markmið okkar er að hann stýri liðinu í fimmtán ár hið minnsta.“