Þessi keppni var sett á laggirnar í haust og fóru fyrstu leikirnir fram á dögunum.

Vilhjálmur Alvar hefur verið að fá stærri verkefni hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA.

Dæmdi hann meðal annars leik hjá spænska félaginu Sevilla í Evrópudeildinni á síðasta ári.

Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Oddur Helgi Guðmundsson.

Fjórði dómari verður Ívar Orri Kristjánsson.