Knatttspyrnudómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæmia leik Andorra og Ungverjalands í undankeppni HM 2022 sem fram fer í kvöld.

Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Sigurðsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari verður síðan Ívar Orri Kristjánsson.

Leikurinn verður á Estadi Nacional í Andorra La Vella og hefst hann klukkan 18:45 að íslenskum tíma.