Hinn 45 ára gamli Søren Haagen mun veita Viktori Gísla Hallgrímssyni samkeppni um markvarðarstöðuna hjá GOG á næsta tímabili.

Viktor Gísli samdi á dögunum við danska félagið þar sem hann verður liðsfélagi Óðins Þórs Ríkharðssonar og Arnars Freys Arnarssonar.

Ísambandi við Fréttablaðið sagði Viktor að til stæði að hann og sænski markvörðurinn Dan Beutler myndu skipa markvarðasveit GOG á næsta tímabili.

Óvíst er hvert hlutverk Haagen verður á næsta ári en ljóst er að Viktor Gísli ætti að geta leitað til Haagen um ráð.

Viktor Gísli er fæddur árið 2000 en þá var Haagen að leika með Flensburg í Þýskalandi.