Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari í sjötta sinn í sögu félagsins eftir tæplega ellefu þúsund daga bið sem telur þrjátíu ár.

Víkingur var með örlögin í eigin höndum fyrir lokaumferðina og náðu snemma góðu forskoti gegn Leikni á heimavelli sínum fyrir framan troðfulla stúku.

Nikolaj Hansen innsiglaði gullskóinn með sextánda marki sínu og Erlingur Agnarsson bætti við öðru marki skömmu seinna.

Sigur Blika á HK dugði Blikum því ekki að þessu sinni en Blikar unnu 3-0 sigur og sendu HK um leið niður í Lengjudeildina.

Á sama tíma vann ÍA 3-2 sigur í Keflavík eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. Með því tókst Skagamönnum að skjótast upp úr fallsæti í lokaumferðinni.

Þá tókst KR að stela þriðja sætinu af KA með sigri á Stjörnunni á sama tíma og FH náði í stig gegn KA á Akureyri.

Að lokum niðurlægðu Valsmenn nýfallna Fylkismenn í Árbænum. Lokatölur 6-0 fyrir Val.

Áhorfendur áttu erfitt með að hemja tilfinningarnar enda löng bið að baki eftir Íslandsmeistaratitli.
Fréttablaðið/Anton